Mannlíf
Líffjölbreytileiki og fullyrðingin undarlega
22.10.2025 kl. 21:00

„Ræktaðir skógar draga úr líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi.“
„Margur skógræktarmaðurinn hefur undrast ofangreinda fullyrðingu og aðrar í sama dúr sem stundum er haldið fram af andstæðingum skógræktar á Íslandi. Þessu er jafnvel haldið fram af þeim sem vita að ræktaðir skógar þekja aðeins um hálft prósent landsins. Þar fyrir utan þekja birkikjarr og -skógar um 1,5%,“ segir Sigurður Arnarson í upphafi nýs pistils í röðinni Tré vikunnar.
Hann heldur áfram:
„Sá sem þetta skrifar verður reyndar að játa að hann gleðst innilega í hjarta sínu þegar hann heyrir fólk halda svona löguðu fram. Ástæðan er sú að hann er svo hamingjusamur að heyra að fólk telur að skógar Íslands geti breytt svo mikið úr sér að þeir geti orðið til vandræða. Svona segir enginn sem ekki hefur stórkostlegt álit á íslenskum skógum og mætti þeirra.“
Síðan segir hann: „Aftur á móti má nálgast þetta frá öðru sjónarhorni. Hvernig metum við líffjölbreytileika eða líffræðilega fjölbreytni yfir höfuð? Hvaða hugtök skipta þarna máli og hvaða lög hafa verið samþykkt er lúta að efninu?“
Meira hér: Líffjölbreytileiki í skógum