Fara í efni
Íþróttir

Lið Þórs og KA U töpuðu bæði á heimavelli

Arnór Þorri Þorsteinsson kominn í gegnum vörn Hauka í gærkvöldi og andartaki síðar lá boltinn í netinu í eitt skipti af 16 eftir skot hans. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu á heimavelli í gærkvöldi, 34:33, fyrir ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Á sama tíma tapaði ungmennalið KA einnig á heimavelli í sömu deild, 30:29, fyrir Fjölni.

Haukar byrjuðu mun betur en Þórsarar og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt í seinni hálfleiknum en komust ekki nær Haukum en einu marki. Arnór Þorri Þorsteinsson gerði hvorki fleiri né færri en 16 mörk fyrir Þór í leiknum og Kristján Páll Steinsson, sem stóð í markinu í seinni hálfleik, varði 12 skot. Það var vel af sér vikið miðað við hve varnarleikur Þórs var slakur.

Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 16, Kostadin Petrov 4, Aron Hólm Kristjánsson 4, Ágúst Örn Vilbergsson 3, Jonn Rói Tórfinnsson 3, Josip Vekic 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 12, Arnar Þór Fylkisson 3.

Nánar hér um leik Þórs og Hauka U á heimasíðu Þórs

Mörk KA U: Haraldur Bolli Heimisson 11, Kristján Gunnþórsson 5, Logi Gautason 4, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Ísak Óli Eggertsson 2, Hilmar Bjarki Gíslason 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 17.

KA-strákarnir eru með sex stig að loknum sex leikjum en Þórsarar með einu stigi minna.