Fara í efni
Íþróttir

Lið Álftaness stakk af í síðari hálfleik

Þórsarinn Arturo Rodriguez sækir að körfu Álftesinga. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar töpuðu með 40 stiga mun fyrir liði Álftaness í gærkvöldi í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta – 107:67.

Leikurinn, sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri, var tiltölulega jafn framan af en gestirnir voru 14 stigum yfir í hálfleik. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik datt botninn úr leik Þórsara og gestirnir stungu af.

Nánar hér á heimasíðu Þórs.