Fara í efni
Fréttir

Leita vitna að tveimur líkamsárásum

Leita vitna að tveimur líkamsárásum

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að tveimur nýlegum líkamsárásum á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu embættisins.

Fyrri líkamsárásin var gerð 30. júní á milli klukkan 19.00 og 19.30 á Hamarskotstúni. Þar var ráðist á mann með hund. Sú seinni varð 20. júlí um klukkan 20.30 þar sem brutust út hópslagsmál við Bláu könnuna í miðbænum, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 444-2800.