Fara í efni
Íþróttir

Leikur FH og KA sýndur beint á Stöð 2 Sport

Einar Rafn Eiðsson hefur leikið best KA-manna í vetur skv. opinberri tölfræði HSÍ. Hann mætir sínum …
Einar Rafn Eiðsson hefur leikið best KA-manna í vetur skv. opinberri tölfræði HSÍ. Hann mætir sínum gömlu félögum í FH í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn mæta FH-ingum í Hafnarfirði í kvöld í Olís deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og rétt er að vekja athygli á því að hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

FH-ingar eru í 7. sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki, en KA-menn koma næstir með fjögur stig að loknum fimm leikjum. FH hefur unnið þrjá leiki en tapað tveimur, KA sigrað í tveimur en tapað þremur.