Fara í efni
Fréttir

Langar þig að selja veitingar í Hlíðarfjalli?

Fjöldi fólks nýtur lífsins í Hlíðarfjalli á góðviðrisdögum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Fjöldi fólks nýtur lífsins í Hlíðarfjalli á góðviðrisdögum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarbær leitar nú eftir fólki til að annast veitingarekstur í Hlíðarfjalli frá áramótum til vors. Eins og margir vita er prýðis aðstaða í gamla, góða skíðahótelinu: veitingasalurinn er um 130 fermetrar og ágætlega útbúið 50 fermetra eldhús er í húsinu, skv. upplýsingum frá bænum. Útboðsgögn verða afhent frá og með deginum í dag, hægt er að óska eftir þeim í gegnum netfangið brynjar.helgi@hlidarfjall.is - tilboð þurfa svo að hafa borist Akureyrarbæ í síðasta lagi klukkan 11.00 fyrir hádegi fimmtudaginn 10. desember.