Fara í efni
Fréttir

Kyrrðarstundir í boði í Akureyrarkirkju

Ljósmynd: Þórhallur Jónsson.
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson.

Þar sem að þessu sinni verða ekki neinar hefðbundnar aðventusamkomur, tónleikar eða aðrir viðburðir, sem fyrir mörgum eru fastir liðir í aðdraganda jólanna, býður Akureyrarkirkja fólki til kyrrðarstunda á jólaföstu.

Kirkjan verður opin frá kl. 17.00. Lágstemmd aðventu- og jólatónlist flutt í hljóðkerfi. Fólk getur komið og farið að vild, setið svo lengi sem það vill og kveikt á kertum á Ljósberanum. Bænastund hefst kl. 18.00. Organistar kirkjunnar munu leika við upphaf og lok stundarinnar. Kirkjan verður áfram opin til kl. 19.00. Þetta fyrirkomulag verður þangað til á föstudaginn. Gildandi fjöldatakmörkunum verður fylgt, grímuskyldu og öðrum sóttvarnarreglum.