Fréttir
Kynna kosningarétt íbúa af erlendum uppruna
14.01.2026 kl. 11:25
Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Vinnustofur um kosningarétt fyrir íbúa af erlendum uppruna fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á Akureyri 28. febrúar og 1. mars. Þær eru fyrir þá sem búsettir eru á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi. Þau hafa kosningarétt sem hafa verið búsett á Íslandi í þrjú ár samfleytt.
„Vinnustofurnar verða haldnar á Akureyri. Þar býðst tækifæri til að hitta og ræða við aðra íbúa og fræðast um lýðræðisleg réttindi, hlutverk sveitarstjórna, hvenær og hvernig kosningar fara fram og fleira“ segir á vef Akureyrarbæjar.
- Stuttur kynningarfundur verður laugardaginn 17. janúar kl. 13 á Amtsbókasafninu á Akureyri og í gegnum fjarbúnað. Þeir sem ætla að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað þurfa að skrá sig – það er gert hér – en þeir sem mæta á bókasafnið þurfa ekki að skrá sig.
- Upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum eru hér á vef Akureyrarbæjar.
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí í vor.