Fara í efni
Mannlíf

Kynna elriættkvíslina og tegundir innan hennar

„Nú hefjum við nýjan kafla í umfjöllun um tré vikunnar. Þessi pistill er um elriættkvíslina. Á næstu mánuðum munum við birta fleiri pistla um ættkvíslina og tegundir innan hennar,“ segir Sigurður Arnarson í kynningu á pistli dagsins á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Þar birtist pistill alla miðvikudaga og Akureyri.net birtir brot úr hverjum þeirra.

„Elri eða Alnus Mill. er fagurt tré í skógum og görðum landsmanna sem heldur grænum laufum sínum langt fram á haust. Elriættkvíslin er einnig ein af þeim ættkvíslum sem til greina koma til varanlegra landbóta á Íslandi. Þegar það er ræktað í skógum eða til landgræðslu bætir það jarðveginn fyrir annan gróður.“ Það tilheyrði flóru landsins stærstan hluta síðustu ísaldar en dó að lokum út, segir Sigurður, og sást ekki aftur fyrr en menn fóru að planta því aftur í litlum mæli í byrjun 20. aldar.

 

Pistill Sigurðar: Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt