Fara í efni
Fréttir

Kviknaði í sinu og rusli á Norðurtanga

Kviknaði í sinu og rusli á Norðurtanga

Svartur reykur steig til himins frá Norðurtanga laust eftir hádegi og vakti eðlilega athygli margra. Engin hætta var þó á ferðum því þarna kviknaði í sinu og rusli, skv. upplýsingum frá slökkviliðinu. Nálægir braggar voru ekki í hættu og slökkviliðið var ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins.