Íþróttir
														
Kvennalið Þórs tekur á móti Stjörnunni
											
									
		08.04.2023 kl. 14:00
		
							
				
			
			
		
											 
									Úrslitarimma Þórs og Stjörnunnar, um sigur í 1. deild kvenna í körfubolta, heldur áfram í dag. Liðin mætast þá öðru sinni og verður flautað til leiks í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16.00.
Stelpurnar okkar töpuðu fyrsta leiknum sem fram fór í Garðabæ en vinna þarf þrjá leiki til að hreppa efsta sætið í deildinni. Vert er að geta þess að bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild næsta vetur.
Miðaverð á leikinn í dag er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV https://www.livey.events/thortv
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            