Menning
Kvennakórinn Embla og Gissur á Vínartónleikum
08.01.2026 kl. 17:00
Kvennakórinn Embla býður nýja árið velkomið með Vínarveislu þar sem flutt verða lög úr óperettum, þekktir polkar og sveiflandi vínarvalsar. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 10. janúar, kl. 17.00 í Hömrum í Hofi. Einsöngvari með kórnum er stórtenórinn Gissur Páll Gissurarson.
Meðal þess sem flutt verður er Kampavínssöngurinn úr Leðurblökunni, Valsasyrpurnar Dóná svo blá, Sphärenklänge og Vínarblóð eftir Johann Strauss, Vín borg minna drauma, Nótt í Feneyjum, Radetsky marsinn og hina fjörugu Kampavínskviðu ásamt fleirum þekktum lögum frá blómatíð Vínartónlistarinnar.
Salonhljómsveit Akureyrar leikur með. Stjórnandi er Roar Kvam.