Menning
Kveldúlfur, listasumar, Múmíndagur og GDRN
07.07.2025 kl. 14:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Listasumar er í fullu fjöri og fjölmargir viðburðir á döfinni.
Listasýningar
- Tíu hendur - Samsýning í Deiglunni – Listakonur StartStudio sameina krafta sína. Opnun á föstudaginn 11. júní kl. 17, opið laugardag og sunnudag frá 13-16.
- Hekla Björt Helgadóttir - gjörningur í Listasafninu á Akureyri. V. samsýningarinnar Mitt rými. Laugardaginn 12. júlí kl. 15-16.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Tónleikar
- Miðvikudjass í Móa - Eik og Guðjón – Vikulegir síðdegistónleikar á miðvikudögum verða á Móa Bistro í Hofi á meðan Listasumar stendur yfir. Miðvikudaginn 9. júlí kl. 16-17. Enginn aðgangseyrir.
- Oscar Leone í Deiglunni – Tónleikar. Fimmtudaginn 10. júlí kl. 20.00. Hluti af Listasumri.
- Spacestation Ísland Syndrome túrinn. Tónleikar hljómsveitarinnar Spacestation, Vamos/ Uppinn, fimmtudaginn 10. júlí kl. 20.
- SEIÐR - Neon Glow 2.0 – Sviðslistahópurinn SEIÐR á Græna hattinum, fimmtudaginn 10. júlí kl 21-23.
- Davíð Máni: The Mancave Tapes – Tónleikar í Ungmennahúsinu á Akureyri. Föstudaginn 11. júlí kl. 20. Aðgangur ókeypis.
- GDRN á Græna hattinum – Guðrún Ýr Eyfjörð ásamt hljómsveit. Föstudaginn 11. júlí kl. 21.
- Ásta Soffía - sumartónar harmoniku. Fjölbreytt efnisskrá, allt frá Bach til frumflutnings. Akureyrarkirkja, sunnudaginn 13. júlí. Aðgangur ókeypis, tekið við frjálsum framlögum. Hluti Listasumars.
- Kveldúlfur 2025 - ný tónlistarhátíð á Hjalteyri. Laugardaginn 12. júlí kl. 17. Júníus Meyvant, Kött Grá Pje, Skúli Mennski o.fl.
Dagskráin á nýju tónlistarhátíðinni Kveldúlfi á Hjalteyri er ekki af verri endanum. F.v. Lúpína, Júníus Meyvant, Kött Grá Pje, Katla Vigdís og Skúli Mennski. Myndir: Facebook síða Kveldúlfs.
Aðrir viðburðir
- Múmíndagurinn á Amtsbókasafninu. Fjölskylduvænn viðburður þar sem verður blómakransagerð, tækifæri til þess að gera sinn eigin múmínbolla, ratleikur o.fl. Þirðjudaginn 8. júlí kl. 10-19.
- Laufásgleði – Markaður; handverk, matur og listgripir frá 13-16, Dansfélagið Vefarinn á hlaðinu kl 14 og tónleikar í Laufáskirkju með Birnu Eyfjörð kl. 15. Sunnudaginn 6. júlí í Laufási kl 13-16.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.