Fréttir
Kveikt var í bílnum við Bjarkarlund
21.10.2025 kl. 14:55

Slökkviliðsmenn að störfum við bílinn sem kveikt var í við Bjarkarlund á laugardagskvöldið. Mynd: Valur Sæmundsson
Kveikt var í bílnum sem brann við Bjarkarlund á Akureyri seint síðastliðið laugardagskvöld skv. heimildum akureyri.net. Lögreglan segist hafa rökstuddan grun um að svo sé en vill ekki kveða fastar að orði.
Málið er í rannsókn og Skarphéðinn Aðalsteinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, óskar eftir því að þeir sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um málið komi þeim til lögreglu. „Það er lítið um rannsóknina að segja að svo stöddu en við biðlum til samborgaranna um að hafa samband ef þeir hafa einhverjar upplýsingar,“ segir Skarphéðinn við akureyri.net.
- Upplýsingum er hægt að koma á framfæri með því að hringja í 112 eða með því að senda póst á opinbert netfang lögreglunnar á Norðurlandi eystra, nordurland.eystra@logreglan.is