Fara í efni
Íþróttir

Króatískur framherji til liðs við Þórsara

Króatískur framherji til liðs við Þórsara

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við króatískan framherja, Toni Cutuk að nafni, og mun hann leika með Þór í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Tony er 208 cm hár og 107 kg, fæddur árið 1999.

Síðasta vetur spilaði hann með KK Sonik Puntamika í Króatíu. Hann á að baki leiki með landsliði 18 ára yngri, að því er segir á heimasíðu Þórs.

„Á síðasta tímabili skilaði hann 6 stigum og 3,5 fráköstum að meðaltali í leik á 19,5 mínútum en hafa ber í huga að stigaskor í leikjum í Króatíu er allajafna talsvert lægra en þekkist á Íslandi.“

Hér má sjá myndband með Cutuk.