Fara í efni
Mannlíf

Kornabörn Agnesar Heiðu á Glerártorgi

Ljósmyndasýning Agnesar Heiðu Skúladóttur Kornabörn hefur verið sett upp á vesturtorginu á Glerártorgi.

Agnes Heiða er tölvulífeindafræðingur, en hefur lengi stundað ljósmyndun, eins og afar margir í hennar ætt. Hún er áhugaljósmyndari og hefur á undaförnum árum sérhæft sig í að mynda ungbörn og tekið þátt í mörgum námskeiðum hjá þekktustu sérfræðingum heims í þess háttar myndasmíði.

Ungbarnaljósmyndun er mikið þolinmæðisverk. Myndirnar eru teknar á fyrstu tveimur vikum í lífi barnanna og það getur tekið klukkustundir að ná rétta andartakinu, rétta rammanum. Agnes hefur útbúið sérstakt stúdíó fyrir þessar barnamyndatökur, og allmörg dæmi um dásamlegar myndir af þessum krílum má skoða í næstu búðarferð.