Fara í efni
Menning

Kór Akureyrarkirkju fagnar 80 ára lýðveldi

Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri í skrúðgöngu ásamt fleirum á þjóðhátíðardegi um miðja síðustu öld. Gengið er niður Eyrarlandsveg og þeir neðstu komnir að Akureyrarkirkju. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Hallgrímur Einarsson
Kór Akureyrarkirkju fagnar 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins með vortónleikum á laugardaginn kemur, 4. maí.
 
Á dagskrá verða lög tengd lýðveldistökunni 1944, lýðveldisafmælinu og íslensk þjóðlög. Þeirra á meðal stór og mikil útsetning á Ísland farsælda frón eftir Jón Leifs. Þar að auki hljóma nokkur uppáhaldslög þjóðarinnar, eins og það er orðað í tilkynningu frá kórnum.
 
Tónleikarnir, sem hafa yfirskriftina Draumalandið, verða í Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 16.00. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.