Fara í efni
Fréttir

Komstu í heiminn 1992? Þá er komið að þér!

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bólusetning gegn Covid 19 er haldið áfram á Akureyri í vikunni. Fólk í forgangshópum, sem ekki hafði mætt í boðaðar bólusetningar, var sprautað í gær, og hópur fólks mætti einnig í hefðbundna seinni bólusetningu.

Á morgun hefjast handahófs bólusetningar, sem svo eru kallaðar; dregið var um í hvaða röð árgangar verða boðaðir, og er það mismunandi eftir starfsstöðvum. Á Akureyri var ágrangur 1992 dreginn út fyrstur, svo fólk fætt það ár getur mætt á slökkvistöðina á morgun. Þeir sem fæddust 1981 verða næstir í röðinni, þá árgangur 1971, síðan 2002 og 1977. Nánar hér – upplýsingar verða uppfærðar vikulega. Hve hratt gengur á röðina fer eftir því hversu mikið bóluefni berst og stærð árganga. SMS boð eru send til þeirra sem býðst bólusetning.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk 2.700 skammta bóluefnis í vikunni; um 1.400 skammta af efni frá Pfizer, tæplega 1.000 skammta af efninu frá Astra Zeneca og 360 skammta af Jansen bóluefninu.