Fara í efni
Menning

Kjarval, uppistand - baggalútar og hálfvitar

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Leiksýningar

  • Elskan er ég heima? – Fyrsta verk leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Samkomuhúsið, fimmtudagskvöld 27. nóv. og föstudagskvöld 28. nóv. kl. 20.00. Síðustu sýningar!
  • Jólakötturinn - Jólaævintýri í Freyvangsleikhúsinu.  Laugardag 29. nóv. og sunnudag 30. nóv kl. 13. Jólakötturinn er frumsamið jólaævintýri eftir Jóhönnu S. Ingólfsdóttur í leikstjórn höfundar. „Höfundur byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti eins og flestir þekkja hann, en blandar svo inní allskyns sögupersónum sem flestir kannast líka við,“ segir í tilkynningu frá Freyvangsleikhúsinu.

Ljótu hálfvitarnir verða á á Græna hattinum um helgina.

Tónleikar

  • Ljótu hálfvitarnir – Græni hatturinn, föstudagskvöld 28. nóv. og laugardagskvöld 29. nóv. kl. 21. Jólatónleikar eða ekki? Það voru síðustu forvöð að halda tónleika þetta árið sem ekki væru endilega álitnir jólatónleikar og Hálfvitar stóðust ekki freistinguna, segir í kynningu. Gætu mögulega orðið ójólalegustu tónleikar áratugarins. Samt ekkert endilega.
  • Jólatónleikar Gospelkórs Glerárkirkju – Glerárkirkja, fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl 20. Gospelkór Glerárkirkju sameinar krafta sína með Stefaníu Svavarsdóttur, þar sem hlýir og fallegir jólatónar verða umlykjandi. Fimm manna hljómsveit kemur fram með kórnum. Kór- og hljómsveitarstjóri er Helga Hrönn Óladóttir.
  • Jólatónleikar Baggalúts – Menningarhúsið Hof, föstudag 28. nóv. kl. 21 og laugardag 29. nóvember kl. 17 og 21. Baggalútur heimsækir Akureyri ásamt fríðu jólaföruneyti. Jólatónleikar hópsins eru fyrir löngu orðnir ómissandi hluti af aðventunni, pakkfullir af fjöri, óvæntum uppákomum og jólatónlist, eins og segir í kynningu fyrir tónleikana.
  • GDRN & Magnús Jóhann - Nokkur jólaleg lög - Menningarhúsið Hof sunnudagskvöld kl. 20. Fyrir síðustu jól gáfu GDRN og Magnús Jóhann út nýja hljómplötu með jólalögum og á tónleikunum á sunnudaginn verða flutt lög af þeirri plötu, í bland við önnur þekkt lög tvíeykisins.

Á fimmtudagskvöldið verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu - meðal annars sýning á sjaldséðum teikningum og skissum Jóhannesar Kjarval.

Listasýningar

  • Opnun: Undir berum himni - Jóhannes Sveinsson Kjarval. Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20 verður opnuð sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, Undir berum himni, í Listasafninu. Verkin á sýningunni hafa mörg hver ekki verið sýnd almenningi áður. Sýningin er unnin í samstarfi við Minjasafn Austurlands og flest verkanna eru í eigu þess.
  • Opnun: Viðbragð - Samsýning fimmtán íslenskra og erlendra listamanna verður opnuð í Listasafninu fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20. Þar á meðal er fiðluleikarinn og tónskáldið Laura Ortman sem á myndband á sýningunni og mun einnig spila fyrir gesti á opnuninni. Sýningin beinir athygli að skapandi viðbrögðum sem grundvallareiginleika lífs og að mikilvægi listarinnar þegar tekist er á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisógna, segir í kynningu frá Listasafninu.
  • Opnun: Jólasýning Þúfu 46 - Opnun á samsýningu listamanna í Þúfu 46, föstudaginn 28. nóvember kl. 16-18. Þúfa 46 er í Gránufélagsgötu 46 og sýningin verður opin alla föstudaga til jóla kl. 16-18.
  • Opnun: Sólstöður - Guðrún Sigurðardóttir. Opnun sýningar í menningarhúsinu Hofi laugardaginn 29. nóvember kl. 14.  Verkin á sýningunni tengjast að formi og litum þannig að hekluð verk sem urðu til fyrst höfðu áhrif á tilurð síðari verka. Á sýningunni eru textílverk, olíumálverk og teikningar og efniviðurinn er fjölbreyttur. Meðal annars ullargarn, hörstrigi, silki, vatnslitapappír, olíulitir, naglar og rammar. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
  • Þræðir - Hadda. Mjólkurbúðin. Opið kl. 14-18 laugardag 29. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember
  • Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
  • Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
  • Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
  • Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16. janúar 2026. 
  • DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
  • James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
  • Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
  • Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.

Konur þurfa bara.... uppistand. Sóley og Auðbjörg á Græna hattinum fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 21. Snæfríður Ingadóttir húllauppistandari hitar upp.

Viðburðir

  • Hrísey: Ljósin tendruð á jólatrénu - Sunnudaginn 30. nóvember kl. 16 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Hrísey. Gengið verður kringum jólatréð og jólalögin sungin. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Hríseyjarbúðinni.
  • Ráðhústorg: Ljósin tendruð á jólatrénu - Laugardaginn 29. nóvember kl. 16 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Hátíðardagskrá með ávörpum og fjölbreyttum tónlistarflutningi og jólasveinarnir mæta að sjálfsögðu á svæðið.
  • Jólaföndur í Hrísey - Laugardag 29. nóvember kl. 13 verður árlegt jólaföndur foreldrafélagsins haldið í Hríseyjarskóla. Nemendaráð selur vöfflur og kakó.
  • Ráðhústorg: Jólatorgið opnað - Laugardaginn 29. nóvember kl. 15. verður Jólatorgið  á Ráðhústorgi formlega opnað. Á Jólatorginu eru skreytt jólahús með fjölbreyttum söluvarningi sem minna á jólin. Opið kl. 15-18 allar helgar fram að jólum.
  • Vamos á Ráðhústorgi - Laugardag og sunnudag kl. 15-18. Jólastemning fyrir alla fjölskylduna -  jólaglögg, heitt súkkulaði, fullorðinskakó, churros, jólapizza, ristaðar möndlur, kók og lakkrísrör. Jólakvikmynd á skjánum, teiknihorn fyrir börnin og hægt að skrifa bréf til jólasveinsins. Allar helgar kl. 15-18 fram að jólum.
  • Jólamarkaður Lionsklúbbsins Ylfu - Laugardag 29. nóvember kl. 13-17 í Aðalstræti 6. Fallegt jólahandverk, ásamt okkar góða bakkelsi og margt fleira, segir í tilkynningu um viðburðinn. Við opnun markaðarins kl 13 mun eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja nokkur jólalög.
    Ágóðinn rennur til góðra málefna tengdum börnum og ungmennum á Norðurlandi.
  • BarSvar á aðventunni - Sunnudaginn 30. nóvember kl. 20 á Múlabergi. Sérstök verðlaun veitt fyrir besta jóladressið ... eða ljótustu jólapeysuna, segir í kynningu.
  • Konur þurfa bara... Uppistand - Græni hatturinn fimmtudagskvöld 27. nóvember kl. 21. Sprenghlægilegt nýtt uppistand með Sóleyju Kristjáns og Auðbjörgu Ólafs þar sem þær velta fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara… Snæfríður Ingadóttir húllauppistandari þreytir frumraun sína og hitar upp fyrir þær stöllur. 
  • Bréf til Jóla - Danssýning DSA í menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 30. nóvember. Sýnt verður bæði kl. 12 og kl. 14. Í kynningu segir að Bréf til Jóla sé danssýning sem fylgir eftir barni sem á hverju ári skrifar jólasveinum bréf. Með hverju bréfi opnast töfrar og ævintýri þar sem jólaandanum er fagnað með tónlist, tilfinningum og dansi. Á sýningunni koma fram allir nemendur DSA 2 ára og eldri. 
  • Amtsbókasafnið - Fjölbreyttir viðburðir alla vikuna. Meðal annars  fjölþjóðlegur bókaklúbbur á miðvikudag og á kvöldopnun á fimmtudagskvöldið verður bæði skiptimarkaður jólasveinanna og jólaslökun þar sem horft verður á Love Actually. Á laugardaginn verður fjölskyldujólaföndur.


Á Amtsbókasafninu er margt um að vera og fimmtudaginn 27. nóvember verður m.a. boðið upp á sögustund og jólaföndur, skiptimarkað jólasveinanna og svo verður horft á jólamynd og teiknað á bolla í leiðinni. Opið til kl. 22 á fimmtudagskvöldið.


Endilega sendu póst á valur@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Viðburðurinn þarf að vera opinn öllum.