Fréttir
Kjarnagata malbikuð – breyttar leiðir SVA
15.07.2025 kl. 06:00

Hluti Kjarnagötu verður lokaður í dag kl. 9-19, frá Golfvallarvegi að Naustaskóla. Golfvallarvegurinn verður opinn, en hins vegar verða hliðargöturnar Hólmatún, Hjallatún, Heiðartún og Brekatún lokaðar við Kjarnagötu. Hjáleið verður frá bílastæðum við Kjarnagötu 12-14 um Brekatún. Bílaplan við Naustaskóla verður lokað.
Hluti Kjarnagötu verður lokaður kl. 9-19 í dag vegna malbikunar. Lokunin hefur áhrif á akstur leiða 1, 2, 5 og 6 hjá Strætisvögnum Akureyrar. Farþegar eru minntir á að hægt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í rauntíma á vefnum straeto.is. Lokunin hefur einnig áhrif á akstur íbúa og gesta inn og út úr hluta hverfisins.
Breytingar á akstri einstakra vagna er sem hér segir, einnig hægt að sjá á teikningum á kortunum neðst í fréttinni.
- Leið 1 ekur ekki um Kjarnagötu heldur fer niður Miðhúsabraut þegar komið er út úr Þórunnarstrætinu. Síðan er ekið upp Naustagötu og þá sömu leið til baka að Mýrarvegi þar sem vagninn fer aftur inn á sína leið.
Eftirtaldar stöðvar verða lokaðar: Sómatún, Naustaskóli og Ásatún. - Leið 2 ekur ekki um Kjarnagötu. Þess í stað ekur hún niður Miðhúsabraut þegar komið er út úr Dalsbrautinni, þ.e. farið er eftir Þingvallastræti inn á Miðhúsabraut við MS.Síðan er ekið upp Naustagötu og þá sömu leið til baka að Þórunnarstræti þar sem vagninn fer aftur inn á sína leið.
Eftirtaldar stöðvar verða lokaðar: Bónus, Naustaskóli og Sómatún. - Leið 5 ekur ekki Kjarnagötuna í gegnun Naustahverfið. Þessi í stað fer vagninn eðlilega leið um Hagahverfi, en síðan niður Naustagötu og um Naustabraut út á Miðhúsabraut að Mýrarvegi þar sem vagninn fer aftur inn á sína hefðbundnu leið.
Eftirtaldar stöðvar verða lokaðar: Sómatún, Naustaskóli og Ásatún. Hægt verður að nota stoppstöðina „Vallartún“. - Leið 6 ekur ekki Kjarnagötuna um Naustahverfi. Þess í stað ekur vagninn niður Miðhúsabraut frá Mýrarvegi og þaðan inn á Naustabraut og síðan upp Naustagötu. Þaðan ekur vagninn eðlilega leið um Hagahverfið frá hringtorginu við Naustagötu og Kjarnagötu.
Eftirtaldar stöðvar verða lokaðar: Bónus, Naustaskóli og Sómatún. Hægt verður að nota stoppstöðina „Vallartún“.

Leið 1, breyttur akstur 15. júlí vegna lokunar hluta Kjarnagötu.

Leið 2, breyttur akstur 15. júlí vegna lokunar hluta Kjarnagötu.

Leið 5 og 6, breyttur akstur 15. júlí vegna lokunar hluta Kjarnagötu.