Fara í efni
Íþróttir

KA/Þór þarf að leika aftur við Stjörnuna

Lið Stjörnunnar og KA/Þórs þurfa að mætast á ný í Olísdeild Íslandsmóts kvenna í handbolta; sigurleikur Akureyrarliðsins fyrr í vetur er ógildur. Það er úrskurður áfrýjunardómstóls HSÍ í morgun skv. heimildum Akureyri.net

KA/Þór sigraði í viðureign liðanna í Garðabænum fyrr í vetur með einu marki en í ljós kom að vegna mistaka á ritaraborði var einu marki of mikið skráð á Akureyrarliðið. Leiknum hefði því átt að lykta með jafntefli. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins, dómstóll HSÍ vísaði kærunni frá þannig að úrslitin stóðu en áfrýjunardómstóll HSÍ sneri úrskurðinum við. Niðurstaða hans var að liðin skyldu mætast aftur. Forráðamenn KA/Þórs kröfðust þess að úrskurður áfrýjunardómstólsins yrðu ógiltur eða endurupptekinn en niðurstaðan er sem sagt sú að liðin skuli mætast á ný.