Fara í efni
Íþróttir

KA/Þór og Valur mætast öðru sinni í einvíginu

Rut Jónsdóttir í dauðafæri eftir að hafa leikið vörn Vals grátt í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsm…
Rut Jónsdóttir í dauðafæri eftir að hafa leikið vörn Vals grátt í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Reikna má með hörkuleik í dag þegar KA/Þór tekur á móti Val í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í KA-heimilinu. Stelpurnar okkar, Íslandsmeistararnir, ætla sér að sjálfsögðu alla leið og Akureyri.net hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikinn og styðja dyggilega við bakið á stelpunum.

Þetta er önnur viðureign liðanna í einvígi um sæti í úrslitunum, Valur vann þá fyrstu á heimavelli með eins marks mun. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit og liðin mætast þriðja sinni í Origohöll Valsara á fimmtudaginn.

Enginn ætti að þurfa að styðja stelpurnar á fastandi maga því Goði býður upp á grillaðar pylsur fyrir leik, að því er segir á heimasíðu KA.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig leikur ÍBV og Fram sem hefst strax á leiknum í KA-heimilinu.