Íþróttir
														
KA-strákarnir komnir í kjörstöðu í blakinu
											
									
		06.05.2023 kl. 19:55
		
							
				
			
			
		
											 
									KA-menn gerðu sér lítið fyrir og unnu Hamar í Hveragerði í dag í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Hvort lið hafði áður unnið einn heimaleik en KA er nú komið með 2:1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn með sigri í næsta leik á heimavelli á þriðjudaginn.
- Úrslit í hrinunum í dag: 18:25 – 25:23 – 22:25 – 22:25
Lið Hamars, Íslandsmeistari síðasta árs, varð deildarmeistari í vor og átti því heimaleikjaréttinn. Hamar vann fyrsta leikinn 3:1 í Hveragerði en KA jafnaði metin með 3:2-sigri á KA-heimilinu og náði svo frumkvæðinu með góðum sigri í dag.
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            