Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar unnu Völsung í blakinu

Paula del Olmo smassar í leiknum í kvöld. Mynd: Þórir Tryggvason

KA vann Völsung 3:1 í kvöld í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki í KA-heimilinu. Úrslit hrinanna urðu 25:18, 25:16, 22:25, 25:23.

Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni. Þetta var fyrsta viðureign liðanna, þau mætast aftur á Húsavík á þriðjudaginn og með sigri þar komast KA-stelpurnar í úrslit. Að öðrum kosti mætast liðin einu sinni enn og þá í KA-heimilinu.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna