Fara í efni
Íþróttir

KA-menn á Skaganum í dag – gætu komist á toppinn

Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið iðinn við kolann undanfarið; gert fjögur mörk í fimm leikjum, m.a. þetta úr víti gegn Keflavík. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA mætir ÍA í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á Akranesi í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17.00 og leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

KA er með 13 stig eftir fimm leiki eins og Valur en Breiðabliki er efst, hefur unnið alla fimm leikina og er með 15 stig. Breiðablik leikur ekki fyrr en á morgun þegar liðið sækir Íslandsmeistara Víkings heim en í dag mætast Stjarnan og Valur í Garðabæ. Sigri KA-menn á Skaganum í dag gætu þeir því skotist í toppsætið, a.m.k. þangað til á morgun.