Íþróttir
														
KA hóf úrslitakeppnina með útisigri á HK
											
									
		13.04.2023 kl. 09:40
		
							
				
			
			
		
											 
											Mynd af vef KA/Egill Bjarni Friðjónsson
									KA vann HK í gær í fyrri viðureign karlaliða félaganna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Leikið var í Kópavogi.
HK vann fyrstu hrinuna 25:21 en KA þrjár næstu: 25:19, 25:22 og 25:16.
KA varð í í 3. sæti deildarkeppninnar í vetur en HK í 6. sæti og liðin berjast um sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Seinni leikurinn verður í KA-heimilinu annað kvöld og hefst klukkan 19.00. Einungis fara fram tveir leikir; vinni HK á morgun ráðast úrslit í aukahrinu, gullhrinu sem svo er kölluð. Liðið sem vinnur hana fer áfram í fjögurra liða úrslitin.
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            