Fara í efni
Íþróttir

KA dróst gegn Víði í Garði í bikarkeppninni

KA-maðurinn Arnór Ísak Haddsson skorar gegn Haukum í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn ættu að eiga greiða leið í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta. Dregið var í 16-liða úrslitum í hádeginu og dróst lið KA gegn Víði í Garði. Liðin mætast suður með sjó.

Víðismenn leika í 2. deild, þriðju og neðstu deild Íslandsmótsins, og eru þar í neðsta sæti. KA lék til úrslita í bikarkeppninni á síðasta keppnistímabili en laut í lægra haldi fyrir Val.

Drátturinn var sem hér segir:

  • HK – Afturelding
  • ÍR – Selfoss
  • Víðir – KA
  • FH – Stjarnan
  • ÍBV – Valur
  • Kórdrengir – Hörður
  • Víkingur – Haukar
  • ÍBV 2 – Fram

Leikið verður í 16 liða úrslitunum 15. og 16. desember.