Fara í efni
Mannlíf

Jólamarkaður í Skógarlundi

Myndir: Þorgeir Baldursson
Árlegur jólamarkaður í Skógarlundi hófst í morgun og stendur í tvo daga; opið er milli klukkan 9.00 og 17.30 í dag og á morgun. Þorgeir Baldursson leit við með myndavélina í morgun þegar fyrstu gestirnir litu við á markaðnum.
 
„Til sölu verða myndlistaverk, tré- og leirvörur sem við í Skógarlundi höfum unnið að undanfarið ár. Verið velkomin - sjón er sögu ríkari. Kaffi og konfekt í boði og posi á staðnum,“ segir í tilkynningu.
 

Í Skógarlundi er boðið upp á atvinnu- og hæfingartengda þjónustu fyrir einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. Markmiðið er að efla þátttöku í daglegu lífi og auka lífsgæði þeirra sem nýta sér þjónustuna.