Fara í efni
Menning

Jóla hvað? Jólaköttur, Jóla-Lóla, Jólaglögg!

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú fer að draga nær jólum, en þriðji í aðventu er um helgina, og nóg af jólapeppi á dagskrá í vikunni!

Leiksýningar

  • Jólaglögg – Glæný grínsýning um jólin og allt ruglið sem þeim fylgir, frá norðlenska atvinnuleikhópnum Umskiptingar. Sýnt í Samkomuhúsinu föstudaginn 12. des, laugardaginn 13. des og sunnudaginn 14. des. Allar sýningar kl. 20.00.
  • Jóla-Lóla – Fjölskyldusýning Leikfélags Akureyrar. Sýnd í Samkomuhúsinu laugardag 13. desember og sunnudag 14. desember kl. 13 og 15.
  • Jólakötturinn – Jólaævintýri í Freyvangsleikhúsinu. Sýnt laugardaginn 13. des kl. 13.00 og 15.30 & sunnudaginn 14. des kl. 13.00.

Listasýningar

Allskonar jólatónleikar og glens verður í boði!

Tónleikar

  • Hátíðartónleikar Elínar Hall á LYST - Föstudagskvöld, 12. desember kl. 21:00. Aukatónleikar laugardagskvöld 13. desember kl 21:00.
  • Vitringarnir 3, Eyþór Ingi, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar - Grín, grúv og gæsahúð í Hamraborg í Hofi. Nokkrar sýningar í boði.
  • Krissmass Spesjal - Hvanndalsbræður ásamt Magna Ásgeirs og Óskari Péturs á Græna hattinum, föstudags- og laugardagskvöldið 12. og 13. desember kl. 21:00
  • Kósíkvöld á R5 Bar - Hafdís og Gaui flytja jólalög. Fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20.30.
 

Viðburðir

  • Jólasveinar úr Dimmuborgum á Minjasafninu - Jólasýningar eru í Nonnahúsi, Minjasafninu og Iðnaðarsafninu. Ívar Helga spilar á Minjasafninu og jólasveinarnir mæta ef þeir hafa lært á klukku. Laugardagurinn 13. desember kl. 14:30 - 15:45.
  • Jólatorgið opið á Ráðhústorgi
    • Dagskrá laugardaginn 13. des:
      Kl. 15.00-18.00: Söluaðilar með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
      Kl. 16.00: Jólasveinarnir heimsækja Jólatorgið.
      Kl. 17.00: Tinna Óðins og Daníel Andri flytja jólalög
    •  
      Dagskrá sunnudaginn 14. desember:
      Kl. 15.00-18.00: Söluaðilar með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
      Kl. 16.00: Jólasveinarnir heimsækja Jólatorgið.
      Kl. 16.30: Lúðrasveit Akureyrar spilar fyrir gesti
      Kl. 16.45: Jóla Lóla og Vettlingur heimsækja Jólatorgið og taka lagið.
      Kl. 17.00: Tinna Óðins og Daníel Andri flytja jólalög
  • Yndishrúga - ljóðastund í Davíðshúsi – Í tilefni Lúsíudags verður ofið úr ljóðum og tónum í stofu Davíðshúss á ljóðastund með Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur, sem nýverið gaf út ljóðabókina Yndishrúga. Laugardaginn 13. des kl. 17:00.
  • Opið hús hjá Ferðafélagi Akureyrar - Nína Ólafsdóttir kynnir bók sína "Þú sem ert á jörðu". Miðvikudagskvöld, 10. desember kl 20.00.

 


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.