Fara í efni
Íþróttir

Íshokkí: Tíu frá SA með U18 landsliðinu

U18 landslið kvenna í íshokkí. Kvennalandslið Íslands í íshokkí. Tíu leikmenn af 19 eru frá Skautafélagi Akureyrar. Mynd: ÍHÍ - Facebook-síða kvennalandsliðsins í íshokkí.

Tíu stelpur frá Skautafélagi Akureyrar hafa undanfarna daga dvalið í borginni Jaca á Spáni og spilað íshokkí með U18 landsliði Íslands sem tók þátt í fjögurra þjóða móti. Mótinu lauk í gær.

Íslenska liðið átti reyndar við ofurefli að etja í öllum leikjunum, töpuðu 1-10 á móti Spánverjum, 0-7 fyrir Pólverjum og 1-5 gegn Bretum.

Sólrún Assa Arnardóttir úr SA skoraði markið gegn Spánverjum og átti liðsfélagi hennar úr SA, Magdalena Sulova, aðra af stoðsendingunum í markinu. Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir úr SA átti stoðsendingu í markinu gegn Bretum.

Sólrún Assa Arnardóttir fékk að eiga pökkinn enda var markið gegn Spánverjum fyrsta landsliðsmarkið hennar. Mynd: ÍHÍ - Facebook-síða kvennalandsliðsins í íshokkí.

SA-stelpurnar í U18 landsliðinu: Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Arna Sigríður Gunnla0ugsdóttir, Eyrún Arna Garðarsdóttir, Heiðrún Helga Rúnarsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Magdalena Sulova, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir og Sveindís Marý Sveinsdóttir. Silvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður meistaraflokks SA, er aðstoðarþjálfari liðsins. Hildur Bára Leifsdóttir liðsstjóri er einnig Akureyringur að uppruna, kemur úr mikilli íshokkífjölskyldu.