Indverskar kvikmyndir sýndar um helgina

Indverska kvikmyndahátíðin á Íslandi 2025 teygir anga sína til Akureyrar í dag og á morgun. Það er Sendiráð Indlands í Reykjavík sem stendur að hátíðinni. Aðgangur er ókeypis, en til þess að fá aðgangsmiða þarf að skrá sig hér. Myndirnar verða sýndar í Sambíóunum á Akureyri.
Kvikmyndin Chalo America verður sýnd í dag, laugardaginn 18. október kl. 14:20. Myndin fjallar um þrjá háskólastráka sem halda að allt amerískt sé frábært en allt indverskt afturhaldsamt og vandræðalegt. Nánar má lesa um myndina hér.
Kvikmyndin Jaane Bhi Do Yaaron verður sýnd á morgun, sunnudaginn 19. október kl. 14:20. Hún fjallar um tvo ljósmyndara sem rekast á spillingu hjá byggingarverktaka og taka fyrir slysni mynd af morði. Nánar má lesa um myndina hér.
Upplifðu töfra indverskrar kvikmyndagerðar með íslenskum texta.