Menning
Ífigenía, Rokkland, Sabbath og bókahóf
28.10.2025 kl. 09:00
Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Leiksýningar
- Ífigenía í Ásbrú – Verðlaunaleikverk eftir Gary Owen, með Þórey Birgisdóttur í aðahlutverki. Sýnt í Samkomuhúsinu 1. og 2. nóvember kl. 20.00.
Tónleikar
- Rokkland 30 ára – Hamraborg í Hofi, laugardaginn 1. nóvember kl. 20.00. Uppselt er á viðburðinn.
- Black Sabbath rokkmessa á Græna Hattinum – Söngur: Jens Ólafsson, gítar: Franz Gunnarsson, trommur: Hallur Ingólfsson, bassi: Flosi Þorgeirsson. Fimmtudagskvöldið 30. október kl. 21.00.
- Hvítá á Græna Hattinum – Ný hljómsveit skipuð reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Föstudagskvöldið 31. október kl. 21.00.
- Strákurinn Fákurinn - Spooky kvöld á R5 – Föstudagskvöldið 31. október kl. 23.00 á R5.
Listasýningar
- Boreal screendance festival 2025 - Vídeódanshátíðin fer fram í sjötta sinn 24. okt - 9. nóv. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
- Þriðjudagsfyrirlestur Listasafnsins: Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona – Að ná tökum á tækni. Þriðjudaginn 28. okt kl. 16:15.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.

Leikverkið Ífigenía í Ásbrú verður sýnt í Samkomuhúsinu um helgina. Tvær sýningar eru í boði, 1. og 2. nóv.
Viðburðir
- Sköpun og slökun á Amtinu með Halloween þema – á milli kl. 19-22 á fimmtudagskvöldum er sköpunarslökun með bíósýningu á Amtinu. Þessa vikuna verður hrekkjavökuföndur og horft á Gremlins.
- Alþjóðlegi bókaklúbburinn á Amtinu – Rætt verður um bókina Ministry of Time, eða Tímaráðuneytið eftir Kaliane Bradley. Miðvikudagur 29. október kl. 17-19.
- Leikrænn miðilsfundur / Theatrical Séance í Svörtum bókum – Dularfullur viðburður! Föstudagskvöldið 31. október kl. 20-23.
- Þrefalt útgáfuhóf í Pennanum Eymundsson – Rithöfundarnir Nína Ólafsdóttir, Ester Hilmarsdóttir og Sesselía Ólafsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Fimmtudaginn 30. október kl. 17-20.

Rithöfundarnir þrír eru allar búsettar á Norðurlandi. Sesselía og Nína á Akureyri, og Ester í Aðaldal. Þær kynna bækur sínar, Silfurberg, Sjáanda og Þú sem ert á jörðu í Eymundsson á fimmtudaginn kemur.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.