Fara í efni
Mannlíf

Iðjuverið Sana og malarvöllurinn gljúpi

Fátt fannst okkur akureysku krökkunum vera meira erlendis í æsku okkar en verksmiðjan sem kennd var við Sana á norðanverðum Gleráreyrum, en þar var bruggað allra handa límonaði sem lék við tungu manns og munn.

Þannig hefst 92. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sigmundur segir þar bæði frá drykkjum sem framleiddir voru í iðjuverinu og knattspyrnuvellinum steinsnar austar sem kenndur var við Sana, „að sönnu malarvöllur, og raunar svo gljúpur í langvarandi vorleysingjunum að menn óðu þar elginn upp á legg,“ eins og hann orðar það.

Pistill Sigmundar í dag: SANA