Fara í efni
Menning

Í draumheimum, Bjartmar, Spacestation

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Tónleikar

  • Í draumheimum – Á þessum tónleikum fléttast saman sígild sönglög frá ólíkum tímum og lög úr leikhúsi og kvikmyndum í túlkun Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur, sópransöngkonu og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara. Öll verkin á dagskránni eiga það sammerkt að hverfast um drauma og þrár. Hamrar í Hofi, sunnudaginn 25. maí kl. 16.00.

  • Silva og Steini á Græna hattinum. Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, hljómborð), spila jazz á Græna. Fimmtudagur 22. maí kl. 21.00.

  • Bjartmar og bergrisarnir – Græni hatturinn, föstudaginn 23. maí kl 21.00.

  • Útgáfutónleikar Spacestation – Græni hatturinn, laugardaginn 24. maí kl 21.00.

  • Framhaldsprófstónleikar á fiðlu – Lilja Gull Ólafsdóttir. Hamrar í Hofi, laugardaginn 24. maí kl 14.30. Aðgangur ókeypis.

  • Framhaldsprófstónleikar Katrínar Róbertsdóttur – Hamrar í Hofi, laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.

Tvennir framhaldsprófstónleikar verða í Hömrum í Hofi á laugardaginn kemur. T.v. Lilja Gull Ólafsdóttir. T.h. Katrín Róbertsdóttir.

Listasýningar:

Aðrir viðburðir

 


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.