Hvor var betri, Tommi eða Kóki?
„Frá því að ég var níu til tólf ára var ég vakinn fyrir allar aldir á virkum dögum á veturna. Ekki til að mæta í skólann, heldur til að fara með pabba, Ormari Snæbjörnssyni, sem leið lá niður á Teríuna í Hafnarstrætinu, þar sem hann hitti félaga sína yfir kaffibolla og spjalli, þar sem málefni líðandi stundar voru brotin til mergjar. Þeir sátu við stórt hringborð úti í horni og gott ef þeir kölluðu sig ekki hreinlega Riddara hringborðsins.“
Þannig hefst Orrablót dagsins, pistill Orra Páls Ormarsson blaðamanns á Morgunblaðinu. Pistlar hans fyrir akureyri.net birtast annan hvern föstudag.
Orri heldur áfram: „Á miðju borðinu var alltaf sama spjaldið, sem á stóð „Frátekið”. Þegar var pláss fékk ég að sitja við borðið, án þess að leggja neitt til málanna, en oftast var ég þó settur á næsta borð með djöflatertusneið og stútfullt mjólkurglas; einskonar áheyrnarfulltrúi sem mátti hlusta en alls ekki taka til máls nema að ég væri ávarpaður með beinum hætti og milliliðalaust. Það gerðist sjaldan.“
Orrablót dagsins: Hvor var betri, Tommi eða Kóki?