Fara í efni
Mannlíf

Hvert er frægasta hús Akureyrar?

Arnór Bliki Hallmundsson spyr í upphaf nýst pistils í röðinni Hús dagsins: Hvert er frægasta hús Akureyrar? Segir svo: „Það gæti mögulega verið Nonnahús en Jón Sveinsson, Nonni, sem vart þarf að kynna fyrir lesendum er með víðfrægari íslensku rithöfundum og hafa bækur hans verið þýddar á yfir 40 tungumál.“ 

Arnór Bliki fjallar sem sagt um Nonnahús í pistli dagsins.

„Nonnahús lætur ekki mikið yfir sér, bakhús við Aðalstræti, norðan Minjasafnsins en hefur löngum notið mikilla vinsælda gesta, hvaðanæva af úr heiminum, sem lesið hafa sögur Nonna. Auk fjölmargra annarra, sem heimsótt hafa Akureyri, að ógleymdum heimamönnum. Um er að ræða æskuheimili Nonna, sem telst Aðalstræti 54. Aðalstræti 54, sem hér eftir verður kallað Nonnahús í þessari grein til einföldunar enda þótt um sé að ræða tímabil fyrir tíð Nonna eða löngu áður en heitið festist við húsið. Þangað fluttist Nonni sjö ára gamall frá Möðruvöllum árið 1865 ásamt foreldrum sínum og systkinum en húsið er líklega byggt rúmum áratug fyrr. Skráð byggingarár hússins er 1849 en að öllum líkindum er það um fjórum árum yngra.“

Pistill dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)