Fara í efni
Mannlíf

Hvernig upplifir þú árið innra með þér?

„Árið birtist í meðvitund mannsins ekki aðeins sem mæld tímalengd eða hugtak heldur höfum við innri tímamynd sem mótast af minningum, líkamsklukku, hefðum og menningu,“ skrifar Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í síðasta pistli ársins.

„Þessi tímamynd sem við upplifum eða sjáum fyrir okkur, mismikið meðvituð, getur haft ólík form. Sumir sjá þetta fyrir sér sem texta á blaði. Það sem er til vinstri er liðið, það til hægri er framundan. En þeir sem eru ólæsir sjá tímann frekar sem víðáttu eða landslag. Margir skynja árið sem beina línu, sem leiðir áfram og inn í framtíðina. Aðrir sjá árið fyrir sér sem hring og skynja þá sterkar endurtekningu árstíðanna og hringrás náttúrunnar.“

Pistill Ólafs Þórs: Nú árið er liðið