Fara í efni
Mannlíf

Hvaðan kom hún, hvert er hún að fara, hvað er hún?

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, flutti áhugavert erindi við messu í Akureyrarkirkju á uppstigningardag, degi eldri borgara. Þar velti hann fyrir sér stöðu trúar og kirkju.

„Eflaust er hægt að velta fyrir sér stöðu kristni og trúar í nútíma samfélagi á margan hátt,“ sagði Jóhannes Geir. „Það má til að mynda gera það undir formerkjum frægrar setningar Akureyrings úr íþróttasögunni þar sem fjallað var um eitt stærsta atvik í handboltasögu íslenska landsliðsins; þar sem Adolf Ingi Erlingsson var að lýsa afdrifaríkum varnarleik Alexanders Petersson. Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann – að vísu með að breyta kyni á fornafninu. Það er jú hún, kirkjan.“

Smellið hér til að lesa erindi Jóhannesar Geirs