Fara í efni
Fréttir

„Ljótasta“ húsið tekur stakkaskiptum

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Húseignin Strandgata 17 hefur tekið miklum breytingum undanfarna mánuði. Húsið, sem var í eigu Akureyrarbæjar hafði verið í niðurníðslu lengi þegar bærinn seldi það snemma á þessu ári. Nýr eigandi, Helgi Ólafsson, kvaðst þá í samtali við Akureyri.net ætla að gera þetta ljótasta hús bæjarins að því fallegasta.

Húsið, einbýlishús á tveimur hæðum stendur á horni Strandgötu og Glerárgötu, gegnt menningarhúsinu Hofi. Það var selt með töluverðum kvöðum: Meðal annars var nýjum eiganda gert skylt að rífa hluta hússins og byggja það upp í stíl við upprunalegt hús sem stóð á lóðinni fyrir 1908. Gluggar skyldu einnig færðir til upprunalegs horfs og klæðning utanhúss vera liggjandi timburpanell.

Nýr eigandi sagði fyrsta verk að rífa viðbyggingu frá 1908 til vesturs, til að rýma fyrir gönguleið meðfram Glerárgötu og hann lék ekki sitja við orðin tóm. Aðeins einn kvistur er nú á húsinu en þeir voru tveir.

  • Umfjöllun Akureyri.net um húsið:

Nóvember 2021 – Tillaga að breytingu

Desember 2021 – Strandgata 17 færð í upprunalegt horf

Nóvember 2022 – Áhugi á Strandgötu 17 þrátt fyrir kvaðir

Febrúar 2023 – Fékk „ljótasta“ hús bæjarins á 18 milljónir

Febrúar 2023 – Hús dagsins: Arnór Bliki um Strandgötu 17

Febrúar 2023. Ljósmynd: Snæfríður Ingadóttir 

September 2023. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson