Fara í efni
Mannlíf

Hús dagsins: Gamla Prentsmiðjan

Í dag eru nákvæmlega 13 ár síðan Arnór Bliki Hallmundsson birti fyrsta pistilinn um Hús dagsins á bloggsíðu sinni. Sú grein var aðeins nokkrar setningar, um Norðurgötu 17, eitt elsta og sérstæðasta hús á Eyrinni, oft kallað Gamla Prentsmiðjan eða Steinhúsið en það er hlaðið úr tilhöggnu blágrýti, það eina þeirrar gerðar á Akureyri. 

Arnór hefur birt fjölda húsagreina í gegnum árin á bloggi sínu arnorbl.blog.is og síðustu vikur hafa pistlarnir einnig birst hér á Akureyri.net. Í tilefni dagsins birtist í dag einskonar „afmælisgrein“  um Norðurgötu 17  „en það var auðvitað líka löngu tímabært, að uppfæra skrifin um þetta merka hús. Höfundur vill nota tækifærið og þakka góðar viðtökur, ábendingar og hvatningu frá lesendum gegnum tíðina,“ skrifar hann.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika