Fara í efni
Mannlíf

Hús dagsins: Arnór Bliki skrifar um Lund

Áform eru uppi um byggingu teggja fjölbýlishúsa á lóðinni þar sem Lundur er nú, eins og Akureyri.net hefur greint frá - sjá hér. Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjum pistli um Hús dagsins um þetta gamla býli. Verði stórhýsin tvö að veruleika leysa þau af hólmi „eina vönduðustu byggingu“ sem á sinni tíð „hafði risið undir Súlutindum“, eins og Arnór Bliki skrifar og vitnar í gamlar heimildir.

Arnór Bliki kveðst ekki vita til þess að Lundur hafi varðveislugildi „en sögulegt gildi hans hlýtur að vera allnokkurt. Gömul býli í þéttbýli eru í eðli sínu merkar byggingar og setja oftar en ekki skemmtilegan svip á umhverfi sitt. Þá fylgja þeim oftar en ekki miklar og gróskumiklar lóðir,“ segir hann. „Greinarhöfundur hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að fyrrum býli í þéttbýli eigi að vera friðuð og er Lundur þar engin undantekning. Þá einkum og sér í lagi vegna sérstæðrar og áhugaverðrar sögu hans, sem rakin er hér að framan en einnig þeirri staðreynd, að nærliggjandi götur eru nefndar eftir honum; m.a. Hrísalundur, Tjarnarlundur, Heiðarlundur, Hjallalundur og Furulundur. Raunar má segja að hverfið dragi nafn sitt af hinu fyrrum stórbýli; sbr. Lundahverfi. En auðvitað hefur höfundur einnig skilning á því og veit, að ekki verða allar byggingar friðaðar eða varðveittar. Líkt og hjá Jakobi Karlssyni og félögum fyrir einni öld og Sambandi Nautgriparæktarfélaga þrjátíu árum síðar er nú enn einu sinni fyrirhuguð uppbygging á Lundi.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika um Lund.