Fara í efni
Mannlíf

„Hryllingshljóð úr hverju skúmaskoti“

Andi hrekkjavökunar hefur svifið yfir Glerárskóla þessa vikuna, eins og víðar. Krakkarnir í áttunda bekk hafa útbúið eina skólastofuna sem sannkallaða hryllingsstofu, eins og segir á vef skólans, og þangað er öllum bekkjum skólans boðið heimsókn þar sem nemendurnir leysa ógnvekjandi þrautir. „Bókasafni skólans hefur verið breytt í sannkallað hryllingssafn og þar eru lesnar hræðilegar sögur sem lítil hjörtu til að slá hraðar og þar óma hryllingshljóð úr hverju skúmaskoti.“

Meðfylgjandi myndband er birt á vef skólans. „Hlustið með hljóði ef þið þorið!“ segir þar.