Fara í efni
Menning

Hrekkjavökutónleikar blásarasveitanna í Hofi

Frá hrekkjavökutónleikum blásarasveitanna í Hofi á síðasta ári.
Árlegir hrekkjavökutónleikar blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir þriðjudaginn 28. október, klukkan 18:00 í Hamraborg í Hofi. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
 
„Draugasögukonan Andrea Gylfadóttir flytur glænýja og ógnvekjandi hrekkjavökusögu sem vefur sig utan um taugatrekkjandi tónlist blásarasveitanna þriggja,“ segir í tilkynningu frá skólanum.
 
„Hræðilegar en þó metnaðarfullar skreytingar munu prýða draugahúsið Hof og eru tónleikarnir ómissandi upplifun ef þú hefur hugsað þér að komast í hrekkjavökugírinn.“
 
Tónleikarnir verða u.þ.b. 50 mínútna langir og án hlés. Í tilkynningu frá Tónlistarskólanum eru tónleikagestir hvattir til þess að mæta í hrekkjavökubúningi „og halda hátíðlega upp á hrekkjavökuna með okkur. Tónleikarnir eiga að henta öllum aldurshópum en við vörum við ógurlegum skreytingum, búningum og hryllilega flottri tónlist.“
 
Fram kemur að í ár verði nemendur í strengjasveit 2 sérstakir gestir svo hátt í 70 nemendur tónlistarskólans taka þátt „í þessum óhugnanlega skemmtilegu tónleikum fyrir alla fjölskylduna.“
 
Stjórnendur blásarasveitanna eru Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson