Fara í efni
Íþróttir

Hófu titilvörnina með öruggum sigri

Andri Mikaelsson og Orri Blöndal eftir að SA varð Íslandsmeistari í vor. Þeir voru báðir á svellinu í öruggum sigri á SR í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar Skautafélags Akureyrar í íshokkí karla hófu titilvörnina með glæsibrag í dag, þegar þeir mættu Skautafélagi Reykjavíkur í fyrstu umferð Íslandsmótsins, Hertz deildarinnar. Leikið var í Reykjavík og Strákarnir okkar í SA unnu 6:2.

Ekki var skorað í fyrsta leikhluta en Axel Snær Orongan, einn Íslandsmeistara SA í vor, gerði fyrsta markið snemma í öðrum leikhluta. Meistararnir lentu þó undir þegar Axel skoraði að þessu sinni því hann gekk til liðs við Reykjavíkurliðið í sumar, en Pétur Sigurðsson og Andri Már Mikaelsson voru ekki lengi að rétt hlut gestanna því þeir skoruðu með með stuttu millibili, fljótlega eftir mark Axels, og Andri Skúlason gerði þriðja mark SA áður en annar leikhluti var úti.

Gunnlaugur Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir SR snemma í þriðja leikhluta en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk norðanmanna; Hafþór Sigrúnarson, Jóhann Leifsson og Ævar Arngrímsson skoruðu.