Fréttir
Hnífi beitt og tveir með alvarlega áverka
31.12.2025 kl. 10:35
Í nótt var tilkynnt um alvarlega líkamsárás á Akureyri þar sem hnífi hafi verið beitt. Þrír voru handteknir og reyndust tveir þeirra vera með alvarlega áverka. Báðir voru fluttir til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri.
„Einn hinna handteknu var með tvo stunguáverka og annar með umtalsverða áverka í andliti. Að læknisskoðun lokinni voru aðilar fluttir í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Akureyri,“ segir í tilkynningunni frá lögreglunni.
Rannsókn málsins er á frumstigi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.