Menning
Hnetusmjör, Pink Floyd, Dikta og indverskt bíó
14.10.2025 kl. 17:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Leiksýningar
- Elskan, er ég heima? - Sýningar föstudaginn 17. okt og laugardaginn 18. okt. kl 20.00.
Tónleikar
- Herra Hnetusmjör / Fjölskyldutónleikar – Hamraborg í Hofi, föstudaginn 17. okt kl. 17:00.
- Ó MÆ GOD! Ég er þrítug +1 – Tinna Björg Traustadóttir, söngkona frá Akureyri heldur afmælistónleika í Hömrum í Hofi föstudaginn 17. okt kl. 20.00. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
- PINK FLOYD í 60 ár – Helstu lög Pink Floyd í flutningi Matta Matt, Magna Ásgeirs o.fl. ásamt hljómsveitar. Hamraborg í Hofi, laugardaginn 18. okt kl. 21:00.
- Herra Hnetusmjör á Græna hattinum – Föstudagskvöldið 17. október kl. 21:00.
- Dikta á Græna hattinum – Dikta fagnar 20 ára afmæli plötunnar Hunting for Happiness. Laugardagskvöldið 18. október kl. 21:00.
- Textavarpið XVI - Diana Sus og Raw. Tónleikar í Kaktus, laugardaginn 18. okt kl. 20:00. Enginn aðgangseyrir.
- Grand Gala Gítarsins – Tónlistarfélagið kynnir ítalska gítarleikarann Simone Salvatori, sem býður upp á rödd gítarsins við hina ástríðufullu ítölsku óperu, t.d. verk eftir Verdi, Rossini og Puccini. Hamrar í Hofi, sunnudaginn 19. okt kl. 16:00.
- Útgáfutónleikar Bjarna Ómars á Græna hattinum – Fimmtudagskvöldið 16. október kl. 21:00.
Listasýningar
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
Ýmsir tónleikar verða í boði í vikunni. Myndir: mak / Græni hatturinn.
Viðburðir
- Ljóðakvöld - Jónas Þorbjarnarson – Arnar Arngrímsson og Þórður Sævar Jónsson lesa úr verkum Jónasar í Svörtum bókum, fimmtudaginn 16. október kl. 20-21.30. Enginn aðgangseyrir.
- Móðir, kona, meyja – Brot úr verki eftir Sesselíu Ólafsdóttur. Sýnt á Amtsbókasafninu, laugardaginn 18. október kl. 14-15. Enginn aðgangseyrir.
- Chalo America - Indversk kvikmyndahátíð – Ókeypis bíósýning í Sambíó, þarf að skrá sig (smelltu á linkinn). Laugardaginn 18. okt kl. 14:20.
- Jaane Bhi Do Yaaron - Indversk kvikmyndahátíð – Ókeypis bíósýning í Sambíó, þarf að skrá sig (smelltu á linkinn). Sunnudaginn 19 okt. kl. 14:20.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.