Fara í efni
Mannlíf

Hildur Eir: Tár eru vatn og vatn er líf

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson.
Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson.

„Í uppeldi barna held ég að tvennt sé hvað mikilvægast að foreldrar geri, annars vegar að viðurkenna mistök sín gagnvart þeim og að leyfa börnunum að sjá sig gráta,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir meðal annars í hátíðarmessu í Akureyrarkirkju í morgun.

„Mér eru afar minnistæð þau skipti í minni bernsku sem ég sá foreldra mína gráta, þau skipti hefðu eflaust mátt vera fleiri. Ég man eftir að fyllast í senn lotningu, feimni, forvitni og undrun við þá upplifun. Ég hef líka skynjað mín eigin börn nálgast mig með áþekkum hætti þegar ég hef grátið í návist þeirra, líkt og ég verði þeim örlítið framandi.“ 

Smellið hér til að lesa ræðu Hildar Eirar