Fara í efni
Menning

Hér er allt – nýtt lag frá Hvanndalsbræðrum

Hvanndalsbræður, frá vinstri: Pétur Steinar Hallgrímsson, Valmar Väljaots, Sumarliði Helgason, Valur Freyr Halldórsson, Gunnar Sigurbjörnsson hljóðmeistari og Arnar Tryggvason.

Hljómsveitin Hvanndalsbræður hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Hér er allt. Lagið er það fyrsta kemur út af væntanlegri hljómplötu, sem von er á eftir sumarið, en platan var tekin upp í Leifshúsum í Eyjafirði á vormánuðum af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og er nú í hljóðblöndun.

Hvanndalsbræður undirbúa samhliða nýrri plötu stóra hátíð í menningarhúsinu Hofi þann 20. september en þar er um að ræða hið árlega Fjörleikahús hljómsveitarinnar. Sérstakir gestir þetta árið verða þeir Sveppi Krull og Pétur Jóhann.
 
Nýja lagið er að finna hér: Hér er allt