Fara í efni
Fréttir

Helgi Guðmundsson fv. bæjarfulltrúi látinn

Helgi Guðmunds­son, rit­höf­und­ur, tré­smiður, fv. bæjarfulltrúi á Akureyri og fv. rit­stjóri Þjóðvilj­ans, lést á sjúkra­hús­inu á Akra­nesi 26. ág­úst, 81 árs að aldri. Þetta kom fram á mbl.is í morgun.

Helgi fædd­ist 9. októ­ber 1943 á Staðastað í Staðarsveit á Snæ­fellsnesi. For­eldr­ar hans voru Guðmund­ur Helga­son prest­ur og Þor­valda Hulda Sveins­dótt­ir, hús­móðir og org­an­isti. Helgi ólst upp í Nes­kaupstað og síðar á bæn­um Skugga­hlíð í Norðfjarðar­hreppi.

Í frétt mbl.is segir m.a. að Helgi tók próf í húsa­smíði frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1967 og varð húsa­smíðameist­ari á Ak­ur­eyri 1974. Hann var rit­stjóri Norður­lands, blaðs Alþýðubanda­lags­ins á Ak­ur­eyri, 1971-1972 og starfsmaður Verka­lýðsfé­lags­ins Ein­ing­ar á Ak­ur­eyri 1972-74. Næstu tíu árin sinnti Helgi fé­lags­störf­um fyr­ir Tré­smíðafé­lag Ak­ur­eyr­ar og Sam­band bygg­ing­ar­manna og var um tíma formaður verka­manna­bú­staðanna á Ak­ur­eyri. Helgi vann fyr­ir ASÍ og MFA, sat í stjórn MFA 1968-1988 og sinnti ritstörf­um til 1990, m.a. sem blaðamaður á Þjóðvilj­an­um. Síðustu tvö ár Þjóðvilj­ans, 1990-1992, var hann rit­stjóri blaðsins ásamt Árna Berg­mann.

Á árum sín­um á Ak­ur­eyri sat Helgi í bæj­ar­stjórn fyr­ir Alþýðubanda­lagið, um tíma sem formaður bæj­ar­ráðs, og átti m.a. sæti í stjórn Laxár­virkj­un­ar.

Nánar hér í frétt mbl.is