Fara í efni
Menning

Heimalningar - þrettán sýna í Dyngjunni

Sýningin Heimalningar var opnuð um helgina í Dyngjunni – listhúsi við Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit, skammt norðan við Grund. Heimalningar er útisýning þar sem 13 listamenn sýna og eru verkin jafn ólík og þau eru mörg; kallast á við umhverfið, náttúruna hvert á sinn hátt, eins og það er orðað í tilkynningu.

Lista- og handverkskonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir býr í Fífilbrekku og er ein þeirra sem eiga verk á sýningunni. Hin eru: Aðalsteinn Þórsson, Brynhildur Kristinsdóttir, Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Hrefna Harðardóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar, Dagrún Matthíasdóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Karl Guðmundsson, Hjördís Frímann og Jonna.

Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 14.00 til 17.00 þar til 30. ágúst.